Afmælisblogg

 Helgi vinur á afmæli í dag. Hann er einn af mínum bestu vinum og er svo vinalegur að hringja í mig reglulega á leið úr vinnunni. Samtölin eru oft rík af umferðahljóðum, sambandsleysi og ofanítal, en mér þykir vænt um þessi símtöl þó ég heyri stundum bara helminginn af því sem er sagt. Að minnsta kosti er ekkert ofsagt.

Við Helgi erum búnir að þekkjast ansi lengi og vinskapurinn dafnað. Við eigum sameiginlegt áhugamál í NBA körfuboltanum og hann er sá eini sem ég deili þessu áhugamáli med. Magnea hefur þó leyft mér að babla klukkan 7 á morgnana þegar ég er að renna yfir úrslitin frá því um nóttina.

Ég komst að því áðan að við erum skyldir í sjötta lið, þannig að ekki bara er hann vinur minn, hann er nánast bróðir minn. 

Til hamingju með 50 árin kæri vinur. Heyri í þér í dag!




Ummæli

Helgi sagði…
Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi, segir spakmælið.
Bestu þakkir fyrir þessar línur. Ég mun vafalífið halda áfram að slá þráðinn reglulega þegar ég hjóla, til að leyfa þér að fá aðeins púlsinn úr umferðinni í Stokkhólmi.

Vinsælar færslur